Jones vippaði ofan í fyrir sigri af 40 metra færi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:19 Matt Jones verður með á Masters. Vísir/Getty Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralinn Matt Jones vann ótrúlegan sigur á Shell Houston Open-mótinu í golfi í nótt sem er hluti af PGA-mótaröðinni en tvö af höggum tímabilsins færðu honum sigurinn. Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar var í forystunni fyrir síðustu tvær holurnar en hann var þá 16 höggum undir pari. Jones var í ráshóp á undan Kuchar og var 14 höggum undir pari fyrir 18. holuna. Þar setti hann niður stórkostlegt 15 metra pútt fyrir fugli og lauk leik á 273 höggum eða 15 höggum undir pari. Kuchar var enn með eins höggs forystu fyrir 18. holuna og þurfti aðeins að fara hana á pari til að vinna mótið. Kuchar sló annað höggið á 18. braut í vatnstorfæru og fékk á sig eitt högg í víti. Hann endaði með að setja niður pútt fyrir skolla og þessi tveggja högga sveifla þýddi að Jones og Kuchar fóru í bráðabana um sigurinn. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Jones toppaði 15 metra púttið sitt og setti niður 40 metra vipp inn á flöt fyrir sigri á mótinu auk þess sem hann fékk keppnisrétt á Masters-mótinu í fyrsta skipti.Sergio Garcia frá Spáni, sem var í forystu eftir fyrstu tvo dagana, endaði í þriðja sæti.Draumapútt Jones: Vippað fyrir sigri
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira