Frábær lokahringur tryggði Lexi Thompson sigur á Kraft Nabisco meistaramótinu 7. apríl 2014 10:49 Thompson fagnar titlinum ásamt fjölskyldu og vinum. AP/Vísir Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn. Golf Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira