Subaru WRX einnig sem hlaðbakur Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 14:01 Subaru WRX "sedan". Autoblog Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent
Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent