Subaru WRX einnig sem hlaðbakur Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 14:01 Subaru WRX "sedan". Autoblog Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008. Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent
Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008.
Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent