Subaru WRX einnig sem hlaðbakur Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2014 14:01 Subaru WRX "sedan". Autoblog Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Subaru Impreza WRX er mikið elskaður bíll, enda tiltölulega ódýr spyrnukerra þar á ferð. Ófáum mislíkaði mjög ákvörðun Subaru að framleiða síðustu kynslóð hans aðeins sem „sedan“-bíl, með hefðbundnu skotti. Þykir mörgum fyrra hlaðbakslag (hatchback) hans fallegra og víst er að þannig er hann notadrýgri bíll, með mun meira flutningsrými og stóran afturhlera. Ekki síst þótti ákvörðun Subaru einkennileg í ljósi þess að 50% allra seldra WRX-bíla var með þessu lagi. Bílavefurinn Motoring.com í Ástralíu telur sig nú hafa heimildir fyrir því að Subaru hyggist einnig framleiða nýja bílinn með hlaðbakslagi, líkt og hann hefur oftast fengist. Ástæða þess að Subaru hannaði aðeins „sedan“-lag nýjasta WRX var til þess að spara í hönnunarkostnaði, en Subaru hefur vafalaust fundið það út síðar, sem marga grunaði, að færri kaupendur myndu finnast á bílnum ef hann eingöngu byðist með „sedan“-lagi. Subaru WRX hatchback árgerð 2008.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent