Innlent

Veruleg hætta á stöðnun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi í umræðum um skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður við ESB og sagði hann nauðsynlegt að taka upp evru til þess að losna við snjóhengju og koma gjaldeyrisviðskiptum við önnur lönd í eðlilegt form.

Þá gagnrýnir hann ríkisstjórnina fyrir að draga aðildarumsókn í Evrópusambandið til baka á meðan ekki lægi fyrir trúverðug stefna í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.

Hann kallaði eftir því að ríkisstjórnin félli frá áformum um að draga umsóknina til baka og að málið yrði lagt í þjóðaratkvæði.

„Ríkisstjórnin hefur ekki markað trúverðugan valkost í peningastefnu.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að innganga í Evrópusambandið væri miklu stærri ákvörðun heldur en sú að gera breytingar í peningamálum. Þetta sé stór pólitísk ákvörðun sem snerti fjölmörg svið mannlífsins.

Bjarni vísaði í ummæli Mario Draghi, bankastjóra Evrópska seðlabankans, að hans stærsti ótti væri að Evrópusambandið væri að festast í stöðnunartímabili.

Búið væri að lækka stýrivexti en evrusvæðið tæki ekki við sér.

„Við yrðum af tækifærum til vaxtar. Við þyrftum að aðlaga okkur að því sem er að gerast á miðsvæðinu. Er það þess virði að fá stöðugleikann ef stöðugleikinn verður svo mikill að það sem við fáum á endanum er hreinlega stöðnum. Það er enginn að sækjast eftir því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×