Ódýr Datsun fyrir Rússlandsmarkað Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 14:30 Datsun on-Do. themotorreport Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent
Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent