Ódýr Datsun fyrir Rússlandsmarkað Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2014 14:30 Datsun on-Do. themotorreport Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Carlos Ghosn forstjóri Nissan-Renault kynnti nýja gerð Datsun bíls í Rússlandi fyrir stuttu. Markar sú kynning nokkur tímamót þar sem Datsun bílar hafa ekki verið smíðaðir í lengri tíma. Datsun merkið er með eldri bílamerkjum, en þegar það var lagt niður árið 1986 fengu bílar framleiðanda þess nafnið Nissan. Datsun verður ekki eina ódýra framleiðslumerki Nissan-Renault, en fyrirtækið á einnig Dacia merkið og eru bílar þess framleiddir í Rúmeníu. Voru bílar Dacia eingöngu ætlaðir í fyrstu fyrir efnaminni markaðssvæði A-Evrópu. Þróunin hefur hinsvegar orðið sú að bílar Dacia seljast einnig vel í vesturhluta Evrópu þar sem kaupendur kunna að meta lágt verð á þaulreyndri söluvöru Dacia, en bílar Dacia byggja að á bílum frá Renault og Nissan. Rússland er fimmta stærsta markaðssvæði Renault-Nissan og telja menn þar á bæ að Datsun verði brátt þriðjungur af sölu fyrirtækisins þar. Nýi Datsun bíllinn hefur fengið heitið on-Do, hvað sem það á að þýða og verður hann framleiddur í verksmiðjum Lada í Rússlandi. Hann er með 1,6 lítra og 87 hestafla vél frá Nissan. Sala á bílnum hefst strax í sumar. Renault-Nissan ætlar einnig að markaðssetja Datsun bíla í Indónesíu, S-Afríku og Indlandi og svo er aldrei að vita hvort eftirspurn verði ekki eftir Datsun bílum í löndum sem teljast efnaðri, líkt og gerðist með Dacia bíla.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent