Sport

Anna Hulda á leið á EM í Ísrael

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Hulda Ólafsdóttir við æfingar í nýjum landsliðsbúningi LSÍ.
Anna Hulda Ólafsdóttir við æfingar í nýjum landsliðsbúningi LSÍ. Mynd/Heimasíða Lyftingasambands Íslands.
Anna Hulda Ólafsdóttir, úr Lyftingafélagi Reykjavíkur, mun keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Ísrael 5. til 12. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Lyftingasambands Íslands.

Anna Hulda verður ekki einsömul í ferðinni því Lárus Páll Pálsson, formaður Lyftingasambands Íslands, mun fylgja Önnu Huldu til Tel Aviv.

Anna Hulda er skráð til keppni í -63kg flokk kvenna og mun hún væntanlega keppa á mánudeginum 7. Apríl. Hún á Íslandsmet í snörun og samanlögðu í 63 kg flokknum.

Anna Hulda er ein af 19 keppendum frá Norðurlöndum á mótinu en flestar koma frá Finnlandi eða níu talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×