Sport

Moto GP í beinni á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valentino Rossi.
Valentino Rossi. Vísir/Getty
Keppnismótaröðin í Moto mótorhjólakappakstri hefst um helgina og verður sýnt beint frá henni á Stöð 2 Sport.

Fyrsta mótið er á dagskrá á sunnudagskvöldið og hefst útsending klukkan 19.00. Mótið fer fram í Katar en Unnar Már Magnússon mun lýsa því fyrir íslenska áhorfendur.

„Þessi keppni hefur þá sérstöðu að hún fer fram í flóðlýsingu. Hún fer fram að nóttu til að staðartíma en sá háttur er hafður á til að geta sýnt hana á besta tíma í Evrópu,“ sagði Unnar.

„Menn höfðu í fyrstu áhyggjur af því að lýsingin myndi gera ökumönnum erfiðara fyrir en þetta hefur gengið mjög vel síðustu árin.“

Alls eru átján mót á dagskrá mótaraðarinnar en henni lýkur í Valencia í nóvember. Keppt er í bæði stigakeppni ökuþóra og framleiðanda.

Alls eru 23 ökumenn frá þrettán liðum sem taka þátt í aðalmótaröðinni en einnig er í minni mótaröðum sem nefnast Moto 2 og Moto 3. Fjórir ökuþórar hafa borið höfuð og herðar yfir aðra síðustu ár en það eru Valentino Rossi og Jorge Lorenzo hjá Yamaha og Dani Pedrosa og Marc Marquez hjá Honda.

Upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Moto GP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×