Íslenski boltinn

Tryggvi hættur í HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson. Vísir/GVA
Tryggvi Guðmundsson mun ekki spila með HK í 1. deildinni í sumar en hann er hættur hjá félaginu.

Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolti.netí kvöld en hann sagði ástæðuna vera sú að hann hefði ekki lengur gaman að boltanum.

„Síðustu vikur og leikir hafa ekki verið skemmtilegir og gleðin er því miður farin. Þá er engum greiði gerður að halda áfram,“ sagði Tryggvi, sem verður fertugur í sumar, en hann segist þó ekki endilega hættur í fótbolta.

„Það var alltaf svolítið spennandi að spila í 1. deildinni 40 ára gamall en síðustu leikir hafa verið skelfilega leiðinlegir ef ég á að vera hreinskilinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×