Viðskipti erlent

Rússar loka úkraínsku súkkulaðifyrirtæki

Finnur Thorlacius skrifar
Petro Poroshenko.
Petro Poroshenko. AFP
Sjöundi ríkasti maður Úkraínu, Petro Poroshenko, er ekki í náðinni hjá rússneskum yfirvöldum nú og hafa þau lokað stórri súkkulaðiverksmiðju í hans eigu. Poroshenko hefur boðað framboð sitt til forseta í Úkraínu í maí og hann hefur verið á meðal áhrifamikilla Úkraínubúa sem mótmælt hafa yfirtöku Rússa á Krímskaga og afskiptum þeirra í Úkraínu.

Það fellur ekki vel í kramið í Kreml og réðist rússneska lögreglan inn í súkkulaðiverksmiðju hans á miðvikudaginn og sendi alla starfsmenn heim. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem rússnesk yfirvöld hafa afskipti af fyrirtæki Poroshenko, en í júlí síðastliðnum bönnuðu þau sölu súkkulaðis frá Úkraínu í Rússlandi af heislufarsástæðum.

Yfirvöld í Úkraínu hafa bent á að það hafi aðeins yfirskyn og ekkert vaki fyrir rússneskum yfirvöldum nema að leggja stein í götu Poroshenko. Banninu var síðan aflétt í nóvember, en nú hafa rússnesk stjórnvöld gengið enn lengra og lokað verksmiðju hans.

Aðgerðir Rússa eru því víðtækari en svo að þau einskorðist við Krímskaga, afskipti af viðskiptalífi í Úkraínu eru því hafin í því augnamiði að veikja andstöðu þeirra sem berjast gegn afskiptum Rússa í Úkraínu sjálfri. 

Roshen, í eigu Petro Poroshenko, er mjög stórsúkkulaðiframleiðandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×