Viðskipti erlent

„Mig hryllir við Facebook"

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Facebook-síða tölvuleiksins.
Facebook-síða tölvuleiksins. Vísir/skjáskot
Markus Persson, betur þekktur sem Notch, hefur aflýst Oculus Rift-útgáfu leiksins Minecraft eftir að Facebook keypti fyrirtækið Oculus VR. Techcrunch greinir frá.

Persson segir á Twitter síðu sinni að hann hafi bundið enda á samning sem snerist um að útfæra Minecraft fyrir sýndarveruleikagleraugun Oculus Rift. Þetta geri hann af því að hann hrylli við tilhugsunina að Facebook hafi keypt Oculus VR, fyrirtækið á bak við Oculus Rift. Facebook keypti Oculus Rift í vikunni fyrir 2 milljarða bandaríkjadala eða um það bil 227 milljarða króna.



Við vorum að tala saman um að útfæra Minecraft fyrir Oculus. Ég var að aflýsa þeim samning. Mig hryllir við Facebook," segir Notch á Twitter síðu sinni. 

Þegar eru til útfærslur á Minecraft fyrir Oculus Rift, eins og Notch greinir sjálfur frá. Þó eru þær ekki viðurkenndar af Mojang, tölvuleikjastúdíóinu sem er á bak við Minecraft. Mögulegt er þó að Notch skipti um skoðun síðar meir, svo ekki er öll von úti fyrir áhugamenn um Minecraft í sýndarveruleika.

Fyrir neðan er tíst (e. tweet) Persson þar sem hann tilkynnir samræðuslit Oculus og Mojang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×