Sport

Sagan endurskrifuð á brimbretti | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John John er kominn í sögubækur brimbrettaíþróttarinnar.
John John er kominn í sögubækur brimbrettaíþróttarinnar. Vísir/Getty
John John Florence, tvítugur brimbrettakappi frá Havaí, vann Oakley Pro-mótið á Balí með yfirburðum eftir að endurskrifa söguna með ótrúlegum tilþrifum. Hann fékk 10 í einkunn fyrir ferðina.

Florence nýtti sér styrk aldnanna til að stökkva tvo og hálfan metra upp í loftið og snúa sér í heilhring áður en hann lenti örugglega á annarri öldu og hélt áfram.

Allt ætlaði um koll að keyra á ströndinni þar sem fjöldinn allur af áhorfendum fylgdust með og voru sérfræðingar um íþróttina fljótir að segja þetta það flottasta sem gert hefur verið í brimbrettakeppni.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þessi mögnuðu tilþrif John John Florence sem er talinn einn allra efnilegasti brimbrettakappi sem komið hefur fram á sjónarsviðið í háa herrans tíð.



John John Florence.Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×