Viðskipti erlent

Nike áformar risasamning við Manchester United

Finnur Thorlacius skrifar
Wayne Rooney fagnar marki um síðustu helgi.
Wayne Rooney fagnar marki um síðustu helgi.
Sögur herma að Nike sé við það að skrifa undir risasamnig við knattspyrnuliðið Manchester United. Mun Nike samkvæmt honum borga því 100 milljón dollara á ári næstu 10 árin fyrir að klæðast búningum Nike. Það gerir 113 milljarða króna á þessum 10 árum.

Ef af honum verður slær Manchester við öðrum liðum hvað upphæð varðar frá framleiðendum búninga. Adidas greiðir nú um helming þessarar upphæðar á ári til Real Madrid og er það stærsti samningurinn hingað til.

Nike er þekkt fyrir að gera aðeins samninga við allra bestu íþróttamenn heimsins, ekki þá sem þeir telja sig hafa efni á eða séu vanmetnir. Íþróttavöruframleiðandinn Under Armour hóf til að mynda innreið sína í enska boltann með því að gera samning við Tottenham, sem hefur ekki unnið titil lengi, en vex sífellt ásmegin.

Rétt er að hafa í huga að Tottenham er hærra á töflunni en Manchester United nú og margir efast reyndar um að tímasetningin á samningi Nike við Manchester United sé rétt nú. Man Utd hefur ekki lengi verið neðar á töflunni en núna. Nike, sem er bandarískt fyrirtæki gerir þennan samning ekki síst í ljósi þess að vinsældir enska boltans hafa vaxið gríðarlega í Bandaríkjunum á undanförnum árum og margir þar styðja Manchester United. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×