Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2014 13:27 Gísli Þór Gunnarsson, einn ákærðu. vísir/vilhelm Fyrirtaka í máli þriggja aðila sem gefið er að sök að hafa sett inn auglýsingu um kynlífsþjónustu í dagblað fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðilarnir þrír, Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkeyrarmálinu, Jón Einar Randversson og kona á þrítugsaldri, eru öll ákærð fyrir fjársvik og eru karlmennirnir tveir einnig ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Öll þrjú kröfðust þess að ákæru um fjársvik yrði vísað frá dómi. Gísli Þór játaði á sig tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir en neitaði Jón Einar sök. Karlmaður á fertugsaldri falaðist eftir vændi í kjölfar auglýsingar sem þremenningarnir birtu í janúar á síðasta ári. Konan rændi fjörutíu þúsund krónum af manninum í stað þess að veita þá þjónustu sem auglýst var. Ákærðu, Gísli Þór og Jón Einar, réðust í kjölfarið á manninn og hugðust ræna hann, er fram kemur í ákæru. Þá hafi Gísli Þór skorið manninn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Gísli Þór játaði sök í málinu en tók fram að Jón Einar hafi ekki vitað um tilætlanir sínar. Jón Einar neitaði sök. Þá var Gísli Þór einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann með hníf í júlí í fyrra og veitt honum tíu sentimetra langan skurð á framhandlegg. Hann játaði sök. Báðir höfnuðu bótakröfum. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Fyrirtaka í máli þriggja aðila sem gefið er að sök að hafa sett inn auglýsingu um kynlífsþjónustu í dagblað fór fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðilarnir þrír, Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkeyrarmálinu, Jón Einar Randversson og kona á þrítugsaldri, eru öll ákærð fyrir fjársvik og eru karlmennirnir tveir einnig ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Öll þrjú kröfðust þess að ákæru um fjársvik yrði vísað frá dómi. Gísli Þór játaði á sig tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir en neitaði Jón Einar sök. Karlmaður á fertugsaldri falaðist eftir vændi í kjölfar auglýsingar sem þremenningarnir birtu í janúar á síðasta ári. Konan rændi fjörutíu þúsund krónum af manninum í stað þess að veita þá þjónustu sem auglýst var. Ákærðu, Gísli Þór og Jón Einar, réðust í kjölfarið á manninn og hugðust ræna hann, er fram kemur í ákæru. Þá hafi Gísli Þór skorið manninn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Gísli Þór játaði sök í málinu en tók fram að Jón Einar hafi ekki vitað um tilætlanir sínar. Jón Einar neitaði sök. Þá var Gísli Þór einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á karlmann með hníf í júlí í fyrra og veitt honum tíu sentimetra langan skurð á framhandlegg. Hann játaði sök. Báðir höfnuðu bótakröfum.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent