Viðskipti erlent

Wall Street bónusar aldrei hærri eftir hrun

Finnur Thorlacius skrifar
Það gefur vel í aðra hönd að vinna á Wall Street.
Það gefur vel í aðra hönd að vinna á Wall Street.
Greiðsla bónusa til starfsfólks kauphallarinnar í Wall Street í New York fyrir síðasta ár hafa ekki verið hærri frá hruni og voru þeir þriðju hæstu frá upphafi. Bónusarnir hækkuðu um 15% á milli ára og voru að meðaltali 164.530 dollarar, eða 18,6 milljónir króna á hvern starfsmann kauphallarinnar.

Kauphöllin í Wall Street hagnaðist fimmta árið í röð en tap var staðreyndin árið 2008, í upphafi fjármálakrísunnar. Bónusar starfsfólksins inniheldur ekki þau hlutabréf sem starfsmenn var boðið fyrir störf sín í fyrra, svo kaupaukar þeirra eru í raun enn hærri.

Svo mikið munar um þá skatta sem starfsfólk kauphallarinnar í Wall Street greiðir í New York fylki að þeir nema 16% af öllum þeim sköttum sem lagðir eru á íbúa alls fylkisins. Fyrir hrun var þetta hlutfall reyndar enn hærra, eða um 20%. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×