Viðskipti erlent

Efnahagslíf Kína kólnar

Finnur Thorlacius skrifar
Forsætisráðherra Kína ávarpar kínverska þingið.
Forsætisráðherra Kína ávarpar kínverska þingið.
Nýjustu hagtölur frá Kína sýna að sá gríðarlegi vöxtur sem þar hefur verið í efnahagslífinu fer nú minnkandi. Tölurnar hafa komið nokkuð á óvart og eru lægri en spár gerði ráð fyrir. Vöxturinn nú hefur ekki verið minni frá því í Apríl árið 2009, en þá orsakaðist kólnunin mest af verkföllum verksmiðjufólks.

Neysla almennings í Kína er ekki heldur að vaxa jafn hratt og undanfarin ár. Hún jókst þó um 11,8% milli ára, þ.e. í janúar og febrúar, en búist hafði verið við 13,5% aukningu. Fjárfestingar uxu ekki heldur ekki eins hratt og búist hafði verið við og er vöxtur þeirra sá lægsti í 11 ár, samt 17,9% en spár sögðu til um 19,4% aukningu.

Efnahagslíf Kína hefur víðar áhrif en heimafyrir og hefur DAX-vísitalan í Þýskalandi fallið um 5% síðan 24. febrúar þar sem tveir af helstu útflutningsmörkuðum Þýskalands eru Kína og Rússland. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×