„Enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2014 11:08 Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar. ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar.
ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15
„Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44
Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17
Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27
Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00