Viðskipti erlent

Eurotunnel þrefaldar hagnaðinn

Finnur Thorlacius skrifar
Eurotunnel lestir.
Eurotunnel lestir.
Eurotunnel sem flytur fólk, bíla og vörur gegnum göng undir Ermasundið, náði að þefalda hagnað sinn milli áranna 2012 og 2013. Hagnaðurinn nam tæpum 16 milljörðum króna en var ríflega 5 milljarðar árið 2012.

Eurotunnel þarf ekki að greiða skatta af hagnaði fyrr en fyrir rekstarárið 2015, svo það sér fyrir tvö skattlaus ár enn. Eurotunnel er hlaðið skuldum svo ekki veitir af rekstri með hagnaði og fyrirtækið var reyndar rekið með tapi þegar greitt hefur verið af lánum þess.

Forstjóri fyrirtækisins segir að fyrst nú sé viðunandi rekstur á Eurotunnel og með áframhaldandi rekstri sé það lífvænlegt. Svo illa gekk reksturinn til að byrja með að vernda þurfti það fyrir gjaldþroti og fyrsta árið með hagnaði af rekstri, af 20 ára rekstri þess, varð að veruleika árið 2007 og síðan þá hefur það skilað hagnaði af rekstri.

Greiddur var arður fyrir árið 2013 og hafa fjárfestar líklega verið orðið langeygir eftir honum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×