Viðskipti erlent

Gammel Dansk flytur til Noregs

Samúel Karl Ólason skrifar
Álaborgar ákavíti og Gammel Dansk verða framleiddir í Noregi eftir vorið 2015. Við færsluna munu 14 starfsmenn brugghússins í Danmörku missa vinnuna þann 30. júní á næsta ári.

Þetta kemur fram í frétt á vef DR.

Norska fyrirtækið Arcus Group tók yfir Álaborg brugghúsið í janúar 2013 og er hagræðing ástæða flutninganna.

„Það er sorglegt að segja upp góðum starfsmönnum. Við höfum, í samvinnu við stjórnendur verksmiðjunnar í Danmörku, reynt að gera það á besta máta sem mögulegt er,“ segir Otto Drakenberg, forstjóri Arcus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×