"Ekki fer þjóðin að segja af sér“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. mars 2014 18:30 Þúsundir manna hafa sótt mótmælafundi á Austurvelli síðan ríkisstjórnartillagan var kynnt. Vísir/Pjetur Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag. ESB-málið Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag.
ESB-málið Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira