Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Bettý í fjörukambinum við Önundarfjörð í viðtali um lífið á Ingjaldssandi fyrir þáttinn "Um land allt" á Stöð 2. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá. Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá.
Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira