Peugeot fjölgar störfum eftir stöðugan samdrátt Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 10:30 Peugeot 308, nýkjörinn bíll ársins í heiminum. Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent