Peugeot fjölgar störfum eftir stöðugan samdrátt Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 10:30 Peugeot 308, nýkjörinn bíll ársins í heiminum. Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Svo mikil er eftirspurnin eftir Peugeot 308 bílnum að PSA/Peugeot-Citroën hefur þurft að ráða fólk til að framleiða hann á næturna á svokallaðri þriðju vakt í verksmiðju þeirra í Sochaux í Frakklandi. Mikil eftirspurn eftir Peugeot 308 þarf ekki að koma á óvart þar sem hann var nýlega kjörinn bíll ársins í heiminum. PSA/Peugeot-Citroën hefur meira verið í því að fækka störfum í verksmiðjum sínum á undanförnum árum og því er þessi fjölgun starfa ánægjuleg. PSA lokaði einni verksmiðju sinni í París í fyrra og ætlaði að fækka verksmiðjustörfum um 11.200 manns í Frakklandi á næstunni. Breyting gæti orðið á því vegna vinsælda þessa nýja bíls Peugeot. Í verksmiðjunni í Sochaux eru framleiddir bílarnir Peugeot 308, 508 og 3008, en fjölgun starfanna nú gerir Peugeot kleift að auka dagsframleiðslu 308 bílsins frá 180 bílum í 1.563 bíla. Í síðasta mánuði jókst sala PSA/Peugeot-Citroën um 7% í Evrópu, en bílasala í heild jókst þar um 5%. Því sækir samstæðan nú á, en markaðshlutdeild PSA minnkaði í 10,9% árið 2013 frá 11,7% hlutdeild árið áður.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent