Viðskipti erlent

Verðbólga á evrusvæðinu 0,7%

Finnur Thorlacius skrifar
Einkar lág verðbólga er nú á evrusvæðinu.
Einkar lág verðbólga er nú á evrusvæðinu.
Verðbólga á evrusvæðinu féll niður í 0,7% í febrúar, en hún var 0,8% í janúar. Er verðbólga nú verulega undir markmiðum European Central Bank, sem sett verið undir 2% markinu.

Þessi lága verðbólga veldur áhyggjum af hættunni á tímabundinni verðhjöðnun sem minnkað gæti fjárfestingar á svæðinu. Verðbólga á evrusvæðinu byrjaði að lækka frá 3% við enda árs 2011 og fór undir 2% markið í byrjun árs 2013.

European Central Bank býst við að verðbólga fari vaxandi út árið og verði um 1% við enda þess og fari svo í nálægt 2% tölunni árið 2016. Fyrr í þessum mánuði spáði bankinn 1,8% hagvexti á evrusvæðinu fyrir árið 2016. 

Evrusvæðið á við hóp sautján evrópskra landa sem eru í efnahags- og gjaldmiðilssambandi. Öll löndin eru í Evrópusambandinu og nota evruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×