Sport

SA Víkingar vörðu titilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
SA Víkingar fagna í kvöld.
SA Víkingar fagna í kvöld. Vísir/Auðunn
SA Víkingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar karla í íshokkíi eftir sigur á Birninum á heimavelli, 5-3.

Akureyringar unnu þar með rimmu liðanna í lokaúrslitum, 3-0, en lentu engu að síður í basli í kvöld.

Sigurður Reynisson kom SA yfir í fyrsta leikhluta en Björninn komst yfir snemma í öðrum leikhluta með mörkum Thomas Nielsen og Ólafs Björnssonar.

Ben Dimarco jafnaði metin fyrir SA um miðjan leikhlutann en aftur komst Björninn yfir, nú með marki Bóasar Gunnarssonar þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af öðrum leikhluta.

En SA tók öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og tryggði sér sigur með þremur mörkum. Jón Gíslason, Dimarco og Jóhann Leifsson voru þar að verki.

Þetta var sautjándi titill SA Víkinga en Björninn vann titilinn síðast árið 2012.

Vísir/Auðunn
Vísir/Auðunn
Vísir/Auðunn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×