Viðskipti erlent

H&M opnaði 374 nýjar verslanir í fyrra

Finnur Thorlacius skrifar
H&M verslun.
H&M verslun. Bloomberg
H&M fatakeðjan sænska hefur ennþá meiri trú á raunverulegum verslunum en verslun á netinu. Aðaláhersla var á opnun nýrra verslana á síðasta ári, en ekki þróun netverslunar.

Í fyrra opnaði keðjan meira en eina verslun á dag, eða 374 nýjar verslanir. Er þær nú orðnar 3.200 talsins og í ár verða ekki færri verslanir opnaðar um heim allan. H&M áformar að opna sínar fyrstu verslanir í löndum Ástralíu, Indlands og á Filippseyjum.

Flestar nýju verslananna eru stærri en þeir sem fyrir eru enda fer vöruúrval H&M keðjunnar mjög vaxandi. Sú nýbreytni í vöruúrvali leit dagsins ljós í fyrra að bjóða íþróttaföt og þá bættust einnig við húsmunir eins og púðar og vasar í vöruúrval hennar. H&M ætlar greinilega að sigra heiminn og fá dæmi eru annan eins vöxt hjá einni fatakeðju. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×