Pedersen: Mun bæta aðeins við sóknarleik Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. mars 2014 12:45 Craig Pedersen er nýr landsliðsþjálfari karla í körfubolta. Mynd/KKÍ Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25