Formúla 1

Mercedes á að vinna tvöfalt

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes F1
Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes F1 Vísir/Getty
Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes segir að liðið verði að halda forskotinu sem það hefur á keppinautana. Liðið sýndi að það hefur forskot á önnur lið í Ástralíu. Í tímatökunni varð Lewis Hamilton fljótastur á Mercedes bíl sínum. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg sigraði svo keppnina með þó nokkrum yfirburðum.

Toto Wolff segir að það yrði algjört klúður að vinna ekki bæði heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökumanna. Hann ítrekar þó að liðið hafi ekki mikið forskot og bendir á framfarir Red Bull liðsins. Meistararnir náðu lítið að æfa í vetur en eru svo orðnir samkeppnishæfir strax í fyrstu keppni.

„Ef þú horfir á hversu mikið Red Bull hefur bætt sig, eftir mjög lítinn akstur á æfingum, það vekur alla til umhugsunar. Sjáðu hvar þeir voru fyrir tvemur til þremur vikum síðan í Bahrain, svo við þurfum að vera á varðbergi, og við höfum ekki séð Sebastian [Vettel] í áreiðanlegum, hraðskreiðum bíl.“ Sagði Toto Wolff.

„Maður myndi ætla að hann, með alla hans reynslu, verði mjög hraðskreiður svo við verðum að halda áfram af krafti.“ „Ég held að þú getir aldrei hallað þér aftur og sagst hafa þægilegt forskot.“ Sagði Wolff að lokum. 


Tengdar fréttir

Rosberg sigraði í Ástralíu - Vettel kláraði ekki

Nico Rosberg á Mercedes sigraði fyrstu keppni timabilsins í viðburðaríkum kappakstri í Ástralíu í morgun. Daniel Ricciardo á Red Bull var annar og nýliðinn Kevin Magnussen á McLaren varð þriðji.

Ecclestone trúir á Mercedes-vélina

Hinn 83 ára gamli Bernie Ecclestone spáir því að Mercedes vinni heimsmeistaratitil bílasmiða á komandi tímabili. Þá telur hann líklegt að annar ökumanna liðsins verði heimsmeistari ökuþóra og veðjar frekar á Nico Rosberg.

Bíllinn verður að vera skotheldur

Nico Rosberg annar ökumanna Mercedes liðsins segir að nýr bíll liðsins W05 verði að vera 100% áreiðanlegur. Lykillinn að árangri á tímabilinu verður líklega áreiðanleiki. Fyrstu keppnirnar verða þar mikilvægastar. Hægt og rólega munu liðin svo læra hversu mikið vélarnar þola.

Red Bull spáir Mercedes velgengni

Christian Horner liðsstjóri Red Bull segir að það kæmi sér ekkert á óvart ef Mercedes myndi sigra í Ástralíu.

Mercedes-menn halda sér á jörðinni

Mercedes-liðið gerir lítið úr þeim hrópum manna þessa dagana að það sé líklegast til að hampa heimsmeistaratitli bílasmiða í Formúlu 1 á komandi tímabili.

Tímataka í Ástralíu - Hamilton fljótastur

Fyrstu tímatöku tímabilsins er lokið. Mercedes menn koma best undan vetri og náðu fyrsta og þriðja sæti. Rok og rigning settu strik í reikninginn í Ástralíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×