Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2014 22:18 Ingi Þór fer yfir málin með sínum leikmönnum. Vísir/Valli „Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48