Telur kjallarann fundinn þar sem Snorri Sturluson var höggvinn Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2014 20:30 Þetta er staðurinn, segir Geir Waage. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi. Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Staðurinn þar sem Snorri Sturluson var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og nákvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðarsonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn.Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var veginn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við samtímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. „Hér stöndum við við byggingu sem er stórfenglegt að skyldi varðveitast svona vel en þetta eru rústir kjallara; kjallarans,“ sagði Geir í þættinum „Um land allt“ í vikunni. Þáttinn í heild sinni má sjá hér en kafli úr honum var sýndur í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reykholti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þorvaldsson og menn hans komu Okveginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Þetta er lýsing sem er svo nákvæm að þið getið varla gert betur með græjunum ykkar hérna,“ segir Geir. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi.
Borgarbyggð Einu sinni var... Um land allt Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira