Viðskipti erlent

Lestarstöð seld fyrir 10 milljarða

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vísir/BBC
Neðanjarðarlestarstöð í London hefur verið seld fyrir 53 milljónir punda sem jafngildir tæplega 10 milljörðum íslenskra króna. BBC greinir frá þessu.

Brompton Road station, sem staðsett er nálægt versluninni Harrods, var sett á sölu í september af varnarmálaráðuneyti Bretlands.

Stöðin opnaði árið 1906 en var tekin út af Piccadilly lestarleiðinni árið 1934. Í síðari heimsstyrjöldinni var stöðin notuð sem varnarstöð en undanfarið hefur hún verið nýtt af flotadeild London Háskóla.

Búist er við að stöðin verði tekin í íbúðauppbyggingu á svæðinu.

Ekki er gefið upp hver keypti lestarstöðina.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×