Kickstarter safnar 113 milljörðum Snærós Sindradóttir skrifar 3. mars 2014 14:49 Björk Guðmundsdóttir er ein þeirra íslensku listamanna sem hafa nýtt sér þjónustu Kickstarter Mynd/ AFP Vefsíðan Kickstarter.com náði í dag merkum áfanga þegar tekist hafði að safna einni billjón Bandaríkjadala, eða ríflega 113 milljörðum íslenskra króna, frá notendum síðunnar. Markmið vefsíðunnar er að fjármagna hin ýmsu verkefni með beinni aðkomu neytenda í stað stuðnings fárra fjársterkra aðila. Tæplega sex milljónir manna standa að baki framlögunum . Vefsíðan byggir á svokallaðri fjölda fjármögnun og svipar til vefsíðunnar KarolinaFund.com en í gegnum þá vefsíðu tókst m.a Sirkus Íslands að fjármagna kaup á sirkustjaldi síðastliðið sumar. Fjöldi íslenskra hugmyndasmiða hafa nýtt sér fjölda fjármagnanir með góðum árangri. Hinir 113 milljarðar hafa ekki runnið beint í gegnum síðuna því um er að ræða heildartölu allra framlaga, þar með talið verkefni sem ekki hafa fengið lágmarks fjármögnun. Ríflega 56 prósent verkefna sem hefja fjármögnun hjá Kickstarter ná ekki lágmarks fjárþörf sinni fyrir tilsettan tíma. Rannsóknir sýna jafnframt að aðeins þriðjungur þeirra verkefna sem ná lágmarki sínu koma til framkvæmdar Fréttir af áfangasigri Kickstarter koma í kjölfarið á fréttum þess efnis að hakkarar hafi reynt að komast yfir viðkvæmar persónuupplýsingar hjá notendum síðunnar. Talsmenn vefsíðunnar fullyrtu að engar kreditkortaupplýsingar hefðu komist í hendur óprúttinna aðila. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vefsíðan Kickstarter.com náði í dag merkum áfanga þegar tekist hafði að safna einni billjón Bandaríkjadala, eða ríflega 113 milljörðum íslenskra króna, frá notendum síðunnar. Markmið vefsíðunnar er að fjármagna hin ýmsu verkefni með beinni aðkomu neytenda í stað stuðnings fárra fjársterkra aðila. Tæplega sex milljónir manna standa að baki framlögunum . Vefsíðan byggir á svokallaðri fjölda fjármögnun og svipar til vefsíðunnar KarolinaFund.com en í gegnum þá vefsíðu tókst m.a Sirkus Íslands að fjármagna kaup á sirkustjaldi síðastliðið sumar. Fjöldi íslenskra hugmyndasmiða hafa nýtt sér fjölda fjármagnanir með góðum árangri. Hinir 113 milljarðar hafa ekki runnið beint í gegnum síðuna því um er að ræða heildartölu allra framlaga, þar með talið verkefni sem ekki hafa fengið lágmarks fjármögnun. Ríflega 56 prósent verkefna sem hefja fjármögnun hjá Kickstarter ná ekki lágmarks fjárþörf sinni fyrir tilsettan tíma. Rannsóknir sýna jafnframt að aðeins þriðjungur þeirra verkefna sem ná lágmarki sínu koma til framkvæmdar Fréttir af áfangasigri Kickstarter koma í kjölfarið á fréttum þess efnis að hakkarar hafi reynt að komast yfir viðkvæmar persónuupplýsingar hjá notendum síðunnar. Talsmenn vefsíðunnar fullyrtu að engar kreditkortaupplýsingar hefðu komist í hendur óprúttinna aðila.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira