Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 16:05 VISIR/AFP Rússar hafa gefið úkraínskum hermönnum á Krímskaga frest til klukkan 03:00 í nótt (GMT) til að gefast upp ellegar muni Svartahafsfloti Rússlands ráðast á Krímskaga. Þetta kemur fram í máli varnarmálaráðuneytis Úkraínu og Sky fréttastofan greindi frá rétt í þessu. „Ef þeir hafa ekki gefist upp klukkan 05:00 (á staðartíma) á morgun verður ráðist á hermenn og landssvæði úkraínska hersins á Krímskaga,“ er haft eftir talsmanni ráðuneytisins. Forsætisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev ítrekaði fyrri ummæli Pútíns í samtali sínu við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í dag. Medvedev sagði að hann teldi nauðsynlegt „að standa vörð um hagsmuni úkraínskra ríkisborgara, þar með talið íbúa Krímskagans, og Rússa sem búsettir eru í Úkraínu.“ Forsætisráðherrann bætti við að hann hygðist flýta byggingu nýrrar brúar milli Krímskaga og Rússlands sem myndi bæta mikið samgöngur til og frá svæðinu. Þó engum skotum hafi verið hleypt af er Krímskaginn nú þegar undir stjórn Rússlands. Stöðugt fjölgar í hersveitum Rússa á svæðinu og þúsundir sérþjálfaðra hermanna eru nú margfalt fleiri en heimavarnarliðið sem fyrir var á Krímskaga. Úkraínskir landamæraverðir hafa tilkynnt yfirvöldum að fjöldi brynvarðra vagna sé tekinn að safnast saman við landamæri ríkjanna en Rússar hafa náð stjórn á öllum sjóflutningnum milli Krímskaga og Rússlands. Ekki er útilokað að átökin breiðist til annarra staða í Úkraínu, einkum austurhluta landsins þar sem rússneskumælandi íbúar eru fjölmennastir. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að utanríkisráðherrar hinna ýmsu ríkja, G8 ríkjanna þar með talið, íhugi að beita Rússa viðskiptaþvingunum ef Rússar grípa til hernaðar. Að ríkin muni beita sér fyrir því að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og að jafnvel gæti komið til eignafrystinga. Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Rússar hafa gefið úkraínskum hermönnum á Krímskaga frest til klukkan 03:00 í nótt (GMT) til að gefast upp ellegar muni Svartahafsfloti Rússlands ráðast á Krímskaga. Þetta kemur fram í máli varnarmálaráðuneytis Úkraínu og Sky fréttastofan greindi frá rétt í þessu. „Ef þeir hafa ekki gefist upp klukkan 05:00 (á staðartíma) á morgun verður ráðist á hermenn og landssvæði úkraínska hersins á Krímskaga,“ er haft eftir talsmanni ráðuneytisins. Forsætisráðherra Rússlands, Dmitry Medvedev ítrekaði fyrri ummæli Pútíns í samtali sínu við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, í dag. Medvedev sagði að hann teldi nauðsynlegt „að standa vörð um hagsmuni úkraínskra ríkisborgara, þar með talið íbúa Krímskagans, og Rússa sem búsettir eru í Úkraínu.“ Forsætisráðherrann bætti við að hann hygðist flýta byggingu nýrrar brúar milli Krímskaga og Rússlands sem myndi bæta mikið samgöngur til og frá svæðinu. Þó engum skotum hafi verið hleypt af er Krímskaginn nú þegar undir stjórn Rússlands. Stöðugt fjölgar í hersveitum Rússa á svæðinu og þúsundir sérþjálfaðra hermanna eru nú margfalt fleiri en heimavarnarliðið sem fyrir var á Krímskaga. Úkraínskir landamæraverðir hafa tilkynnt yfirvöldum að fjöldi brynvarðra vagna sé tekinn að safnast saman við landamæri ríkjanna en Rússar hafa náð stjórn á öllum sjóflutningnum milli Krímskaga og Rússlands. Ekki er útilokað að átökin breiðist til annarra staða í Úkraínu, einkum austurhluta landsins þar sem rússneskumælandi íbúar eru fjölmennastir. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að utanríkisráðherrar hinna ýmsu ríkja, G8 ríkjanna þar með talið, íhugi að beita Rússa viðskiptaþvingunum ef Rússar grípa til hernaðar. Að ríkin muni beita sér fyrir því að einangra Rússa í alþjóðaviðskiptum og að jafnvel gæti komið til eignafrystinga.
Úkraína Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19
Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34
Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28
Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34
Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48