Fótbolti

Rúrik Gíslason ekki með Íslandi gegn Wales

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúrik Gíslason verður heima í Kaupmannahöfn.
Rúrik Gíslason verður heima í Kaupmannahöfn. Vísir/Getty
Rúrik Gíslason, leikmaður FCK í Danmörku, verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í vináttuleiknum gegn Wales á miðvikudaginn.

Þetta tilkynnti Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í dag en fótbolti.net greinir frá.

Rúrik þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla og ferðaðist því ekki til Cardiff með íslenska liðinu. Ekki var tekið fram hvort annar leikmaður yrði kallaður inn í hópinn í staðinn en það er ólíklegt.

Þetta er annar vináttuleikur Íslands á árinu en sá fyrsti á alþjóðlegum leikdegi þannig landsliðsþjálfararnir gátu valið sinn sterkasta hóp.

Fyrr á árinu mætti Ísland liði Svíþjóðar í sameinuðu arabísku furstadæmunum en hópurinn þá var skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndum og hér heima.

Leikurinn á miðvikudaginn fer fram á heimavelli Cardiff en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er eins og allir vita á mála hjá Cardiff og leikur heimaleiki sína þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×