Gates endurheimtir efsta sætið Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2014 18:36 Bill Gates hefur verið efstur á listanum fimmtán sinnum á síðustu tuttugu árum. Vísir/AFP Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur