
Máli Tony Omos enn frestað

Omos mætti ekki í fyrirtökuna, en hann er staddur í Sviss.
Mál Omos hefur vakið mikla athygli en í desember á síðasta ári var minnisskjali úr innanríkisráðuneytinu lekið til fjölmiðla þar sem fram kemur að hann sé grunaður um mansal.
Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Tony Omos, kærði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og starfsmenn innanríkisráðuneytisins til lögreglu í kjölfar lekans. Telur lögmaðurinn að Tony hafi verið beittur ranglæti stjórnvalds við úrlausn eða meðferð máls, auk þess sem hann telur Tony hafa orðið fyrir ærumeiðingum og aðdróttunum af hálfu innanríkisráðuneytisins. Meint brot kunna að varða við sjö ákvæði hegningarlaga.
Tengdar fréttir

Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu
Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið.

Tony Omos stefnir íslenska ríkinu
Fyrirtöku í máli hælisleitandans Tony Omos um ógildingu á ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði innanríkisráðuneytisins um synjun á hæli hér á landi var frestað í morgun.

Mótmæli vegna lekamálsins
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun.

Innanríkisráðuneytið vill enn nánari skoðun vegna lekamálsins
Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að öll tölvutæk gögn í lekamálinu verði rannsökuð með aðkomu Persónuverndar og sérstöku samþykki starfsmanna.

Mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en niðurstaða liggur fyrir
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili.