Fótbolti

Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Evrópumeisturum Þýskalands á morgun í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu. Íslenska liðið fær nú fjóra góða leiki á aðeins nokkrum dögum.

„Freyr er búinn að segja að hann ætli að dreifa álaginu vel sem er gott. Þetta eru fjórir leikir á sjö dögum sem er frekar klikkað. Vonandi verður álaginu dreift og við náum að standa okkur vel í þessum leikjum,“ sagði KatrínÓmarsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir fyrri æfingu liðsins í dag.

„Freyr er nýr og vonandi nær hann að setja sínar áheyrslur á spilamennskuna og við náum að kynnast hvor annarri í því leikskipulagi. Þá er kannski bara fínt að fá svona marga leiki á stuttum tíma því þá getum við lært fljótt.“

Reynslumikla leikmenn vantar í íslenska liðið en Katrín Jónsdóttir og EddaGarðarsdóttir eru hættar, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sif Atladóttir eru frá vegna meiðsla og þá er MargrétLáraViðarsdóttir ólétt.

„Nú erum við með ungt lið og leikmenn vantar reynslu. Við erum í undankeppni HM og þar þurfa leikmenn að geta stigið upp. Það vantar marga leikmenn í liðið þannig okkur vantar meiri reynslu í ungu leikmennina,“ sagði Katrín en hvernig líst henni á leikinn gegn Evrópumeisturum Þýskalands á morgun?

„Við ætlum að spila svolítið varnarsinnað gegn þeim. Það er gott að fá leiki gegn góðum liðum. Það er gott fyrir þjálfarann líka að fá góða leiki gegn góðum liðum til að sjá hvaða leiksipulag virkar gegn sterkari liðum,“ sagði Katrín Ómarsdóttir.

Allt viðtalið sem tekið var af Hilmari Þór Guðmundssyni, starfsmanni KSÍ, á Algarve má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×