Móðir ók með þrjú börn sín í sjóinn Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 10:00 Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent