Móðir ók með þrjú börn sín í sjóinn Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 10:00 Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent