Íslendingur í Tókýó keypti sér sjónvarp í tilefni bardagans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2014 13:26 Bolli, klæddur Mjölnispeysunni sinni, ásamt Heimi Hannessyni. Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi. MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Bolli Thoroddsen, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takanawa og doktorsnemi við Waseda háskólann í Tókýó, ætlar ekki að missa af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Omari Akhmedov í London í kvöld. Bolli, sem búið hefur í Tókýó undanfarin ár, hefur ekki átt sjónvarp í Japan. Ekki fyrr en í dag. Þá lagði hann leið sína í rafmagnsvörubúð og festi kaup á sjónvarpi. „Það var ekki létt að bera sjónvarpið úr búðinni, flytja það í neðanjarðarlestarkerfinu og þaðan í strætó,“ segir Bolli léttur. Hann á þó góða að í Japan og kom vinur hans, hinn nautsterki Heimir Hannesson, honum til bjargar.Bolli með sjónvarpið góða.„Það störðu allir á okkur tvo með sjónvarpið,“ segir Bolli hlæjandi. Það sé í raun ekki leyfilegt að fara með sjónvarpið í lestarnar eða strætó. Þeir hafi því þurft að vera lúmskir og snöggir. „Það verður fjölmennt hjá mér í kvöld. Allir úr gym-inu mínu ætla að mæta og fylgjast með Gunna,“ segir Bolli sem er formaður Viðskiptaráðs Íslands í Japan. Hann æfir MMA og brasilískt jiu jitsu í Tókýó. Bardaginn hefst klukkan 20 að íslenskum tíma en þá verður klukkan orðin 5 um nóttina í Tókíó. Bolli og félagar ætla ekki að setja það fyrir sig og eru spenntir. Bolli, sem þekkir vel til Gunnars og félaga í Mjölni, hefur fulla trú á sínum manni. „Gunni vinnur að sjálfsögðu. Annars skila ég sjónvarpinu,“ segir Bolli og hlær. Hann var svo rokinn í að setja upp sjónvarpið fyrir kvöldið.Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20. Þá verður hann í beinni textalýsingu á Vísi.
MMA Tengdar fréttir Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30 Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45 Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Myndband: Gunnar Nelson nær þyngd og fær verðskuldaða steik Það er allt tilbúið fyrir bardaga Gunnars Nelson í kvöld. Báðir keppendur náðu þyngd og er ekkert sem kemur í veg fyrir að bardaginn fari fram. 8. mars 2014 11:30
Hvað segja MMA sérfræðingarnir um bardaga Gunnars Nelson? Nú eru aðeins nokkrar klukkustundir í að Gunnar Nelson berjist sinn þriðja UFC bardaga. Það er gríðarleg spenna meðal Íslendinga og MMA áhugamanna um allan heim fyrir þessum bardaga en hvernig spá stærstu MMA netmiðlarnir um bardaga Gunnars? 8. mars 2014 12:45
Gunnar Nelson verður heimsmeistari innan fimm bardaga Gunnar Nelson berst gegn Omari Akhmedov í UFC í kvöld. Þjálfari hans spáir öruggum sigri og heimsmeistaratitli innan árs. 8. mars 2014 07:00