Kristján Helgi, sem er einnig meistari í kumite, lagði tvo fyrrum Íslandsmeistara á leið sinni í úrslitaleikinn - þá Pathipan Kristjánsson og Elías Snorrason en sá síðarnefndi vann í fyrra.
Hann mætti Sverri Magnússyni í úrslitunum en Kristján Helgi bar sigur úr býtum og endurheimti þar með titilinn sem hann vann árið 2012.
Það var ljóst að nýr meistari yrði krýndur í kvennaflokki þar sem Aðalheiður Rósa Harðardóttir, meistari síðustu þriggja ára, er frá vegna meiðsla.
Kristín mætti Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur, stöllu sinni úr Breiðabliki, í úrslitunum og vann eftir spennandi viðureign, 3-2.
Breiðablik varð einnig meistari í hópkata og vann því Kristín tvöfalt að þessu sinni.
Breiðablik vann einnig hópkata í karlaflokki en það er í fjórða árið í röð sem Blikar vinna þann titil. Breiðablik varð einnig stigakeppnina fjórða árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga.
Kata kvenna:
1. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
2. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
3. Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
3. Erla Kristín Arnalds, Breiðablik
Kata karla:
1. Kristján Helgi Carrasco, Víkingur
2. Sverrir Magnússon, KFR
3. Heiðar Benediktsson, Breiðablik
3. Elías Snorrason, KFR
Hópkata karla:
1. Breiðablik; Davíð Freyr, Heiðar, Magnús kr.
2. Þórshamar; Bogi, Eiríkur, Sæmundur
3. Breiðablik B; Aron Breki, Hólmgeir Gauti, Jökull Máni
Hópkata kvenna:
1. Breiðablik; Kristín, Katrín, Svana Katla
2. Þórshamar; María, Lára, Sólveig
3. Akranes; Eydís, Hafdís, Valgerður
Heildarstig félaga:
1. Breiðablik, 22 stig
2. Þórshamar, 8 stig
3. Víkingur, 3 stig
3. KFR, 3 stig
5. Akranes, 2 stig



