Gerpla varð í gær bikarmeistari í áhaldafimleikum tíunda árið í röð en um sögulegan árangur er að ræða.
Frjálsar æfingar fóru fram í gær en mótið var haldið í Versölum í Kópavogi. Gerpla varð í fyrsta sæti en næst komu lið Ármanns og Bjarkar.
Ármann sigraði í frjálsum æfingum í karlaflokki og Gerpla varð í öðru sæti. Ármenningar endurheimtu þar með titilinn sem þeir misstu til Gerplumanna í fyrra.
Bikarmeistarlið Gerplu er þannig skipað: Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir, Norma Dögg Róbertsdóttir, Thelma Rut Hermannsdóttir, Andrea Ingibjörg Orradóttir og Agnes Suto.
Bikarmeistarlið Ármanns er þannig skipað: Bjarki Ásgeirsson, Jón Sigurður Einarsson, Halldór Dagur Jósepsson, Sigurður Andrés Sigurðarson og Sindri Steinn Davíðsson Diego.
