Sport

Ragnheiður og Viktor meistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður og Viktor með sigurlaun sín.
Ragnheiður og Viktor með sigurlaun sín. Mynd/Kraftlyftingasamband Íslands
Viktor Samúelsson og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í kraftlyftingum.

Íslandsmeistaramótið fór fram í Njarðvíkum í gær en Viktor varð í síðasta mánuði Norðurlandameistari unglinga í greininni.

Viktor, sem keppir í 120 kg flokki, bætti sig um 5 kg í samanlögðu frá mótinu í Álaborg og lyfti samtals 905 kg í gær. Fyrir það fékk hann 527,1 stig.

KFA-maðurinn Viktor setti Íslandsmet í bæði sínum aldursflokki og opnum flokki með því að lyfta 315 kg í réttstöðulyftu. Hann gerði slíkt hið sama fyrir árangur sinn í samanlögðu.

Ragnheiður, sem æfir með Gróttu, keppir í 52 kg flokki og lyfti samtals 373,5 kg og fékk fyrir það 465,6 stig. Hún setti Íslandsmet í öllum einstökum greinum sem og samanlögðu í sínum þyngdarflokki.

Fjölmörg Íslandsmet voru bætt í mótinu og má sjá heildarúrslit hér. Grótta varð sigurvegari í liðakeppni með 60 stig en Breiðablik kom næst með 46 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×