Heimastúlkan kom öllum á óvart og vann listhlaupið | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2014 19:17 Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30