Heimastúlkan kom öllum á óvart og vann listhlaupið | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2014 19:17 Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30