Heimastúlkan kom öllum á óvart og vann listhlaupið | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2014 19:17 Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Adelina Sotnikova vann afar umdeildan sigur í listhlaupi kvenna í kvöld og varð um leið fyrsti Rússinn frá upphafi sem vinnur Ólympíugull í greininni. Sotnikova var önnur eftir skylduæfingarnar í gær, á eftir Yuna Kim frá Suður-Kóreu sem var ríkjandi Ólympíumeistari í listhlaupinu frá leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum síðan. Hin sautján ára Sotnikova sýndi frábær tilþrif í frjálsu æfingunum í kvöld og fékk 149,95 stig fyrir þær. Hún endaði með samanlagt skor upp á 224,59 stig. Kim fór síðust á svellið og virtist gera ekkert rangt í sínum æfingum. Því kom það nokkuð á óvart að hún fengi aðeins 144,19 stig fyrir sínar æfingar en það þýddi að hún endaði í öðru sæti, rúmum fimm stigum á eftir Sotnikovu. Sotnikova er strax orðin að þjóðhetju í Rússlandi enda brutust út gríðarleg fagnaðarlæti í skautahöllinni í Sotsjí þegar úrslitin voru ljós. Rússar voru í sárum eftir að karlalið þeirra í íshokkí féll úr leik í gær en sigur Sotnikovu bætir upp fyrir það og gott betur. Hin ítalska Carolina Kostner hafnaði í þriðja sæti með 216,73 stig en Mao Asada frá Japan, sem datt illa í skylduæfingunum í gær, náði að vinna sig úr sextánda sæti í það sjötta með frábærum tilþrifum í frjálsu æfingunum. Bæði Kostner og Asada fengu tæplega 143 stig í kvöld.Sotnikova á svellinu í kvöld.Vísir/GettyAdelina Sotnikova er aðeins sautján ára.Vísir/GettyVonbrigðin voru mikil fyrir Yuna Kim sem varð að sætta sig við silfur.Vísir/GettyCarolina Kostner fékk brons eftir frábæra frammistöðu.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 13 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en þrettándi keppnisdagur leikanna er í dag. 20. febrúar 2014 07:30