Viðskipti erlent

Stofnandi WhatsApp var bjartsýnn á botninum

Baldvin Þormóðsson skrifar
Brian Acton er einn stofnenda WhatsApp sem Facebook var að kaupa á rúmlega 2000 milljarða íslenskra króna.
Brian Acton er einn stofnenda WhatsApp sem Facebook var að kaupa á rúmlega 2000 milljarða íslenskra króna.
Brian Acton, einn stofnenda samfélagsmiðilsins WhatsApp, var hafnað af bæði Twitter og Facebook þegar hann sótti um vinnu hjá stórfyrirtækjunum fyrir fimm árum. Þrátt fyrir það birti hann bjartsýn skilaboð á Twitter aðgangi sínum sem sjá má hér að neðan.

Acton hélt ótrauður áfram. Hann hóf samstarf við Jan Koum, sem áður hafði unnið fyrir Yahoo og saman bjuggu þeir til samfélagsmiðilinn WhatsApp.

Fyrstu mánuðirnir reyndust þeim erfiðir en í lok árs 2013 voru virkir notendur orðnir um 400 milljón talsins.

Eins og Vísir greindi frá í gærmorgun þá hefur Facebook staðfest að stórfyrirtækið muni kaupa WhatsApp á rúmlega 2000 milljarða íslenskra króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×