Það eru þrefalt meiri líkur á því að leikmaður í ensku liði fái rautt spjald í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar heldur en leikmaður í liði frá öðru landi.
Þetta kemur fram í samantekt á ESPN sem skoðaði tölfræði rauðu spjaldanna undanfarin fimm tímabil.
Bæði ensku liðin misstu mann af velli í vikunni og báðir fengu þeir beint rautt spjald í fyrri hálfleik.
Martin Demichelis hjá Manchester City fékk rautt spjald fyrir að fella Lionel Messi hjá Barcelona sem var sloppinn í gegn og Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal fékk rautt spjald fyrir að fella Arjen Robben hjá Bayern München. Barcelona og Bayern München unnu bæði leikina 2-0.
Þetta þýðir að leikmenn ensku liðanna hafa fengið 10 rauð spjöld í 42 leikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá 2010.
Það má finna úttekt ESPN með því að smella hér.
Fótbolti