„Það er mikið gleðiefni að búið sé að ganga frá samningum. Við keyrum þetta af stað með bardaga Gunnars Nelson 8. mars og aukum í framhaldinu umfjöllun um UFC verulega á Stöð 2 Sport,“ segir HjörvarHafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports.
Umfjöllun Stöðvar 2 Sports verður mikil en á ári hverju verða sýndir 18 bardagar frá Bandaríkjunum og sex alþjóðlegir bardagarsem haldnir eru t.a.m í London og í Dubai.
Allir bardagar sem Gunnar Nelson tekur þátt í verða í beinni útsendingu og til viðbótar verða sýndir 52 þættir á ári af UFC Now og tólf þættir af UFC Unleashed.
Einnig verða sýndir sjö sérstakir þættir um bardagamenn og annað í kringum bardagana.

