Wild, sem vann einnig samhliða stórsvigið fyrr í vikunni, mætti Zan Kosir frá Slóveníu í úrslitum og hafði betur með naumindum í tveimur ferðum.
Wild er Bandaríkjamaður en eftir að giftast rússnesku snjóbrettakonunni Alenu Zavarzinu fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2011 og hefur keppt fyrir Rússa síðan.
Benjamin Karl frá Austurríki fékk brons en hann vann öruggan sigur á Ítalanum Aaron March í baráttunni um bronsverðlaunin.

